SKÁLDSAGA

Heiðarbýlið II - Grenjaskyttan

Grenjaskyttan er önnur bókin í ritröðinni um fólkið á Heiðarbýlinu eftir Jón Trausta eða Guðmund Magnússon eins og hann hét með réttu; sú þriðja ef Halla er talin með.  Í bókinni höldum við áfram að fylgjast með örlögum þessa ágæta fólks á Heiðarbýlinu.  Sögurnar sem urðu mjög vinsælar byggja á margan hátt á reynslu Guðmundar sjálfs sem fyrstu árin ólst upp á heiðarbýlinu Hrauntanga í Öxarfjarðarsýslu.  Þá fæddist hann á bænum Rifi á Melrakkasléttu sem var nyrsti bærinn á Íslandi.  Þekking höfundar á aðstæðum á áreiðanlega mikinn þátt í því hve sögurnar eru trúverðugar og einfaldur stíll hans á vel við fábrotið lífið á norðurhjara veraldar þar sem fólk þarf að leggja allt í sölurnar bara til að komast af. 


HÖFUNDUR:
Jón Trausti
ÚTGEFIÐ:
2011
BLAÐSÍÐUR:
bls. 285

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :